Skrýtin æð í typpi

Ef það er æð í typpinu sem er hörð og er viðkvæm fyrir snertingu, hvað á maður að gera?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega láta kíkja á þetta ef þú finnur til. Þú getur farið til læknis á heilsugæslunni og það má einnig leita á göngudeild húð- og kynsjúkdóma.

Það er erfitt að segja hvað þetta getur verið en endilega fáðu ráðleggingar læknis.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur