Skurðaðgerð

Hvenær er óhætt að fara í sund eftir nýrnauppskurð?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Alltaf er best að leita ráða hjá þeim sem gerði aðgerðina því það geta verið mismunandi áhrifaþættir hjá hverjum og einum.

Allmennt er talað um að skurðsár þurfi að vera vel gróið svo 2 vikur eftir aðgerð er líklega lágmark.

Fáðu nánari ráðgjöf hvað þetta varðar hjá þínum lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur