SLÍM

Góðan dag , ég er rúmlega 70 ára kona langar til að athuga hvort þið hafið svar við spurningu minni , þegar ég hef hægðir kemur glært slím og stundum líka á öðrum tíma . þetta er búið að vera svona lengi . með fyrir fram þökk.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ef ekki kemur blóð með slíminu er það í flestum tilfellum saklaust og kemur vegna aukinnar slímmyndurnar í ristli. Hinsvegar getur slím með hægðum verið einkenni sjúkdóma s.s. ristilkrabbameins, gyllinæðar og iðraólgu og því ráðlegg ég þér að leita til þíns heimilislæknis til að fá úr um það skorið hver undirliggjandi ástæðan er í þínu tilfelli.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur