Slímhúð utan á eggjastokkunum

Spurning:

Sæll.

Ég er 26 ára og maðurinn minn er 29 og við erum að reyna að koma með barn en það gengur brösulega. Ég hef verið á pergotime (ég held ég hafi skrifað það rétt) og farið í speglun. Þar kom fram að það er þykk slímhúð utan á eggjastokkunum.
Spurningin er hvort ekkert sé hægt að gera? Við erum þó heppnari en margir því við eigum einn 8 ára son, það gekk allt vel en hann var algjört slysabarn. Meðgangan var fín, fæðingin gekk en betur, það liðu aðeins 3 tímar frá fyrstu hríðum þangað til að hann kom.

Ég vona að þú svarir mér sem fyrst.
Kveðja.

Svar:

Ágætu hjón.

Það er alltaf ákveðin röð sem svona meðferð gengur eftir. Fyrst búið er að greina vanda sem gæti truflað frjósemi er annað tveggja hægt; að meðhöndla slímþykknið eða að ræða um tæknifrjógvun ef ykkur finnst tíminn líða hratt.

Gangi ykkur vel.
Arnar Hauksson dr. Med.