Slit á maga?

Spurning:
Heil og sæl.
Mig langar að vita hvort hægt sé að laga slit á maga, ég er búin að eiga 4 börn og maginn á mér er vægast sagt mjög illa farinn og þetta hefur mikil áhrif á mig. Mig langar ekki að fara í sund nema að vel athugu máli, hvort mikið er í lauginni. Það er mjög óþægilegt að vera svona heft. Ef hægt er að laga þetta, hvað kostar svona aðgerð?  
Með von um svör
Kveðja ein slitin ungamamma

Svar:

Kæri spyrjandi.
Stundum er hægt að laga slit á maga ef slitið er mest megnis ofan við nafla og er þá gerð svokölluð svuntuaðgerð. Ekki verður um þetta sagt nema að fá að sjá þig og mæli ég því með að þú látir sjá þig á stofunni, ég er í Domus Medica og Læknasetrinu svo við getum kikkað á þig og rætt þetta betur.
Kær kveðja. Ottó