Sæl/Sæll, nú hef ég farið í þrjár mjaðmaskiptingar sömu megin frá 1998 og síðustu 2017. Ég er ávallt með verki og stundum miklar kvalir. Ég hef notað tramadol í þrjú ár var á 300 til 400 mg á dag en er núna að trappa það niður þar sem það er sagt að það fari að virka á móti manni til lengdar en hvað er hægt að gera þegar ég er að gefast upp og bara 54 ára. Er að fara í segulómun þar sem það er líka að myndast skrið og slit í mjóbaki og það er spurning með að spengja. Þá er maður fastur og er bara hræddur við það miðað við litla hreyfigetu fyrir og komnir nappar og slit í hægri mjöðm. Hvernig er með þessi lyf eru ekki nein verkjalyf til sem maður getur fengið til lengdar og með að spengja er það ekki vonlaust fyrst að mjaðmir eru svona slæmar og lítil hreyfigeta. Sjúkraþjálfun og sund reyni ég að nýta mér og svo Heilsustofnun í Hveragerði en þetta er að fara með mig andlega þar sem ég hef þurft að hætta í svo mörgu vegna verkja og síþreytu sem fylgir þeim. Orðið frekar einangrað líf að maður sér eiginlega ekki til hvers maður er að lifa því.
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina þína.
Þín heilsutengdu verkefni eru greinilega stór og flókin og ekki að undra að þú sért að velta ýmsu fyrir þér. Þú þarft að taka þessa umræðu upp við þinn heilsugæslulækni með það fyrir augum hvernig best sé að auka gæði daglegs lífs fyrir þig.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur