smitleiðir mislinga

Góðan dag
mig langar að spyrja að einu
Ef að ég kemst í snertingu við mislingasmit segjum útí búð bara er ég þá að bera það heim til mín á fötunum og höndunum bara, er þá ekki nóg fyrir mig þegar ég kem heim að þvo og spritta hendurnar. Er ég ekki þá búin að koma í veg fyrir að lillinn minn smitist af þessu. Ég veit að veiran lifir í 2 tíma en getur hún lifað á fötunum mínum og farið svo út í loftið heima hjá mér þegar að ég kem heim?
Er nóg fyrir fólk þá sem að kemur í heimsókn til mín að þvo og spritta hendur (fær náttúrulega engin að koma sem er ekki bólusettur)
Er nefninlega með einn lítinn heima sem að getur ekki fengið bólusetningu nærri því strax en við erum 3 önnur sem að erum öll bólusett.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það hvort hægt sé að bera smit með fatnaði er langsótt þar sem veiran þarf alltaf að komast beint uppí munn eða nef, þ.e beint. Hún fer ekki af fötunum þínum, í andrúmsloftið heima hjá þér og svo í munn eða nef.

Svo vandaður handþvottur og spritt á að vera fullnægjandi vernd miðað við þína fyrirspurn. Til upplýsinga er meðfylgjandi slóð sem sýnir vandaðan og góðan handþvott.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item30976/Hand%20%20%C3%8Dsl%203500%20101.pdf

Gangi þér vel

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.