Smitsjúkdómar

Sæl verið þið.Ég er búin að vera á ferðalagi um Asíu,Cambódíu,Víetnam Malasýu og Istanbul.
Fékk barnabarn fyrir mánuði og hef áhyggjur af hvort mér sé óhætt að komast í snertingu við barnið án þess en að hugsanlega bera eitthvað í það.Á ég að bíða einhvern tíma eftir Asíuferðina eða gæta bara fyllsta hreinlætis gagnvart barninu ??Vil fara rétt að þessu en hef ekki fengið nein smit í ferðinni fyrir utan kvef og magapínu part úr degi.Annars þessi venjulegu bit sem flestir fá og engin alvarleg.Með þökk fyrir svör sem fyrst.

Óþreyjufull amma.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn.

Það væru þá helst mislingar sem þyrfti að hafa áhyggjur af og ef þú ert ekki örugg að hafa fengið þá áður eða bólusetningu þá væri ráðlagt fyrir þig að bíða með heimsóknina í 10 daga frá því þú komst heim. En að öðru leiti ef þú ert einkennalaus og þér líður vel þá ætti að vera nóg fyrir þig að gæta bara fyllsta hreinlætis.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur