Snyrtivörur/lyf sem seld eru á netinu?

Spurning:
Hæ.
Mig langaði bara til að forvitnast hversu vel er fylgst með snyrtivörum/lyfjum sem seld eru hér á landi á netinu og afgreidd með póstþjónustu. Þegar maður fer út í búð og kaupir e-ð þykist maður vera nokkuð öruggur um að það sé ekki á neinn hátt skaðlegt en getur maður verið jafn viss þegar maður kaupir það á netinu? Er fylgst með því? Mig langar ekki að vita hvort efni geti á e-n hátt verið skaðleg eða hvort e-r rannsóknir hafi verið gerðar á því (framleiðendur segja þetta alltaf vera alveg náttúrulega vöru… en getur maður treyst því?)  
Með fyrir fram þökk um svar:)

Svar:
Engin lyf eru seld á netinu hér á landi því það er ekki leyfilegt.
Engin ástæða er til að ætla að þær snyrtivörur sem fluttar eru inn og seldar á netinu sé síður treystandi en þeim sem fást í verslunum. Þær eru háðar samskonar eftirliti. 
Erfitt er að afla sér upplýsinga um það hvort ákveðnar snyrtivörur hafi verið rannsakaðar á fullnægjandi hátt og innihaldi því það sem sagt er að þær geri. Það er hlutverk Umhverfisstofnunar, sem tók við af Hollustuvernd ríkisins, að annast eftirlit með snyrtivörum hér á landi.
Það að vara sé náttúruleg er engan veginn jafngilt því að hún sé skaðlaus. Má þar nefna algerlega náttúrleg efni eins og ópíum, hass og digitalis. Einnig eru mörg náttúruleg efni ofnæmisvaldandi.  
 
Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur