Sogæðabólga

Góðan dag.
Mig langar að forvitnast hvernig sogæðabólga lýsir sér? Getur hún verið ættgeng?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Gerður er greinarmunur á sogaæðabjúg og sogæðabólgu.  Sogæðabjúgur er sogæðavökvasöfnun , oftast staðbundinn, vegna þess að truflun er á frárennslikerfi sogæða. Það getur verið meðfæddur galli,ýmsir sjúkdómar eða þegar eitlar hafa verið fjarlægðir eftir t.d. brjóstkrabbamein.  Engin lækning er til við sogæðabjúg en hægt að halda honum niðri með æfingum, teygjusokkum eða vafningum.

Sogæðabólga er sýking í sogæðakerfinu oft í kjölfar húðsýkingar eða langvarandi stíflu í sogæðakerfinu og þarf þá að meðhöndla með sýklalyfjum.  Það eru ágætisupplýsingar um sogæðabjúg á heimasíðu Lækningar, https://laekning.is/content/sogaedabjugur.pdf

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur