Sólarbrúnkukrem á meðgöngu?

Spurning:

Sæl Dagný.

Er í lagi að nota sólarbrúnkukrem á meðgöngu?

Með þökkum.

Svar:

Sæl.

Það er erfitt að finna nokkuð sem mælir á móti því að nota sólbrúnkukrem á meðgöngu. Þess ber þó að gæta að litarefni húðarinnar er mjög viðkvæmt á meðgöngu og e.t.v. meiri líkur á að liturinn verði ójafn. Einnig eru í mörgum snyrtivörum efni sem ekki er fyllilega vitað hvort hafa áhrif á fóstur, þá helst allskyns lífræn efni, svo það er aldrei of varlega farið.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir