Fyrirspurn:
Sæl.
Mér finnst stundum vera svo mikil spenna í leginu eða einhverstaðar þar. Þá finnst mér til dæmis mjög óþægilegt að hafa mök, sérstaklega ef farið er langt inn er eins þar sé allt spennt og það sé verið að rekast á vegg. Hvað getur valdið?
Aldur:
29
Kyn:
Kvenmaður
Svar:
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það er þekkt að konur geti fengið ósjálfráðan spasma eða krampa í leghálsinn og orsakirnar eru margar. Oftast er allt eðlilegt við skoðun, konan þarf að læra að slaka á og líða vel (ef þú veist að eitthvað verður vont þá herpist allt enn meira saman). Lykilatriði er að fá úr því skorið að allt sé eins og það á að vera og ráleggingar í framhaldi af því. Pantaðu þér tíma hjá kvensjúkdómalækni og farðu yfir þetta með honum/henni og ég er viss um að þú færð þá aðstoð sem þú þarft.
Með bestu kveðju,
Guðrún Gyða, hjúkrunarfræðingur