Spurning varðandi lyfið Reductil?

Spurning:
Ég var að taka inn lyfið Reductil, hætti því um miðjan nóvember og varð ófrísk um líkt leyti. Á lyfið að hafa einhver áhrif á fóstrið? Nú veit ég að það má ekki taka þetta lyf inn á meðgöngu. Hefur lyfið einhver langtíma eitrunaráhrif og gæti þá verið búið að skaða fóstrið eitthvað?

Svar:
Í tilraunum á kanínum kom í ljós að lyfið hafði áhrif á kanínufóstur í mjög stórum skömmtum. Ekki er vitað hins vegar hvort þetta á við hjá fólki einnig. Reynsla af notkun Reductil á meðgöngu er mjög takmörkuð og því ekki vitað fyrir víst hvaða áhrif það hefur á fóstur. Almennt er mælt gegn megrunarkúrum á meðgöngu og þar með talið megrunarlyfjum. Sibutramin sem er virka efnið í Reductil og umbrotsefni þess, skilja nokkuð hratt úr líkamanaum þannig að ekki er hætta á langtíma eitrunaráhrifum frá lyfinu.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur