Spurning varðandi Remeron Seloken Haldol?

Spurning:
Ég var á Remeron Seloken Haldol og míranax þetta virkaði allt þver öfugt á mig og ég hætti að taka inn öll lyf. Ég óska eftir upplýsingum um hvað það hefur í för með sér að hætta að taka inn þessi lyf. Ég grenntist um 10 kg, ég hef ekki farið á blæðingar og ég er alltaf með höfuðverk og mikla magaverki. Er þetta eðlilegt?

Svar:
Þú hefur örugglega fengið þessi lyf vegna sjúkdómsástands sem krefst lyfjameðferðar. Þú ættir því alls ekki að hætta töku þeirra nema í samráði við lækni vegna hættu á því að þetta sjúkdómsástand versni. Þú skalt endilega ræða við lækninn um lyfjagjöfina. Hugsanlega ganga óþægindin sem valda því að þú hættir töku lyfjanna, yfir á einhverjum tíma. Einnig er möguleiki að læknirinn geti gefið þér einhver önnur lyf sem henta þér betur. Einnig getur það að hætta skyndilega töku Remerons valdið óþægindum líkum þeim sem þú lýsir.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur