Spurningar um neyðargetnaðarvörn

Spurning:
Smokkurinn rifnaði hjá okkur og ég tók neyðargetnaðarpilluna kl. 20:30 það kvöld. Ég vaknaði kl. 5:00 morguninn eftir, mjög óglatt og kastaði þá upp. Síðan tók ég hinar tvær pillurnar kl. 8:30 þann morgun en kastaði upp aðeins 1 og hálfum tíma síðar. Ég hringdi í lækni og hann sagði að ég þurfti ekki að taka auka skammt. En nú er sunnudagur og ég er ekki byrjuð á túr… Þannig að ég hef þrjár spurningar:

1. Er ég ólétt, aftur, eða er ég bara sein vegna pillana?
2. Ef ég væri ólétt, gæti ég þá farið aftur í fóstureyðingu?
3. Er ekki til önnur leið til þess að eyða fóstri fyrir utan fóstureyðingu?

Takk kærlega fyrir! Ég er með eina beiðni. Ef hægt þá væri ég ásamt öðrum konum, mjög ánægðar með ef þið væruð með meiri upplýsingar um neyðargetnaðarpilluna

Svar:

Til að svara þessu er best að taka þungunarpróf. Það að taka Neyðargetnaðarvörn getur valdið þvi að tíðahringurinn fer allur úr skorðum fyrst um sinn, því er ekki ólíklegt að þú sért of sein. Besta leiðin til að skera úr um þetta er að taka þungunarpróf (ekki kaupa þessi allra ódýrustu – ekki áreiðanleg).Varðandi fóstureyðingu þá færirðu aftur í fóstureyðingu væri þess þörf. Það er þó til önnur leið, RU 486 eða Mifepristone (MIFEPREX®) er lyf sem framkallar fóstueyðingu á fyrstu 49 dögunum frá síðustu tíðablæðingum. Það veldur því að slímhúðin í leginu brotnar niður, með því er gefið annað lyf (misoprostol) sem veldur því að leghálsinn opnast og hleypir innihaldinu út. Þetta er ekki leyfilegt á Íslandi. RU 486 hefur þegar verið viðurkennt í Frakklandi, Kína, Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum (og sjálfsagt víðar) sem lyf til fóstureyðingar snemma á meðgöngutíma. Þetta þykir sumum frekar ógeðfelld aðferð en á móti kemur þá eykur þetta valmöguleikana fyrir konuna. Á Íslandi er hægt að fá  Neyðargetnaðarvörn.  Hún er ekki fóstureyðing og ætti ekki að rugla saman við fóstureyðingarpilluna.