Spurningar um ,,svuntuaðgerð“

Spurning:
Mig langar alveg rosalega að spyrja aðeins um ,,svuntuaðgerðina“ svokölluðu. Er þetta algeng aðgerð hér á landi og hversu kostnaðarsöm er hún? Ég hef heyrt að svona aðgerðir séu niðurgreiddar að hluta? Getur það virkilega verið? Á u.þ.b 4-5 árum hef ég lést um 35 kg og er nokkuð sátt við líkamlegt ástand mitt, fyrir utan að ég er með magapoka sem ég hef mikla óbeit á, hann lafir nánast niður á læri. Ég hef meira að segja nokkuð góða magavöðva undir magapokanum, en það skiptir engu máli hvað ég léttist, húðin sígur þá bara lengra niður. Ég hef aldrei veið ólétt, en hef verið spurð ,,hvað er langt síðan þú áttir?“!!! sem var frekar sárt … Það væri rosalega gaman að fá einvher svör, og hvort einvherjir læknar hérlendis sérhæfi sig í svona aðgerðum.

Svar:
Komdu sæl.
Mér heyrist að þú getir verið kandidat fyrir svuntuplastik. Það er eitthvað um þetta hér heima en ég er nýkominn heim
eftir 17 ára veru í New York þar sem ég gerði mjög mikið af þessum aðgerðum.
Þetta er gert á spítala þar sem þú dvelur yfir nótt. Tekur ca. 6 vikur að jafna þig vel.
Best væri að fá að sjá þig á stofu, Dómus 563-1060 til að útskýra þetta nánar og sýna þér myndir.

 

Kær kveðja, Ottó