Spurning:
Ég er 14 ára stelpa og var að byrja á blæðingum. Ég er mjög grönn og hávaxin en með eiginlega engin brjóst. Ein mjög náskyld mér sem ég er sögð vera mjög lík í vaxtarlagi byrjaði líka um 14 ára á túr en hún er samt með stærri brjóst en ég. Hún er samt alveg 5 árum eldri en ég svo að ég veit ekkert hvort að hún var eins og ég þegar hún byrjaði. Var bara að pæla hvort að brjóst hætti alveg að stækka þótt maður sé byrjaður á túr. Þá er ég ekkert að tala um að ég búist við því að fá eitthver silíkon brjóst, ég vil það ekkert. Fæ bara svo mikla minnimáttakennd gagnvart vinkonum mínunm út af þessu því þær eru allar miklu stærri en ég, veit að það er asnalegt en ég ræð ekki við það. Hætta brjóst hjá öllum stelpum að stækka þegar þær byrja á túr er spurningin?
Svar:
Komdu sæl.
Nei alls ekki – brjóstin eru að þroskast áfram þótt stúlkur/konur séu byrjaðar á blæðingum svo þú skalt ekki örvænta strax, vertu róleg næstu 2-3 árin. Þú getur jafnframt búist við því að brjóstin stækki ekki bæði í einu heldur sé annað alltaf aðeins stærra en hitt og það getur jafnvel verið þannig þegar þau síðan hætta að stækka en flestar konur finna mun á brjóstunum á sér þótt hann sé ekki sjáanlegur.
Með góðri kveðju 🙂
Jórunn Frímannsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
www.Doktor.is