Stækka brjóstin strax?

Spurning:
Ég er komin 6 vikur á leið. Mig langar að vita hvort það sé eðlilegt að brjóstin stækki strax. Ég er grönn og hef alltaf verið í góðu formi, nema núna er ég þreytt, lystarlaus og brjóstin hafa stækka mikið og eru viðkvæm. Síðan er ég með brúnleita útferð en ekki mikla, en ég hef lesið svörin í sambandi við það á vefnum.

Svar:

Sæl.Það er einmitt eitt fyrsta einkenni meðgöngunnar að brjóstin þrútna og verða mjög viðkvæm.
Þau hefja strax undirbúning fyrir brjóstagjöfina og halda því áfram alla meðgönguna.
Vöxturinn er þó mest áberandi fyrstu 3 mánuðina. Kveðja,Dagný Zoega, ljósmóðir