Stemetil eða Postafen á meðgöngu?

Spurning:
Sæl, mig langaði að spyrja varðandi lyfið Stemetil á fyrsta hluta meðgöngu. Ég fór til læknis vegna viðvarandi meðgönguógleði allan sólahringinn og hann lét mig hafa Stemetil. Svo fór ég að kynna mér lyfið og sá að það er talið hafa áhrif á fóstur, ætti ég ekki frekar að kaupa mér Postafen í apóteki og taka það frekar? Ein áhyggjufull verðandi þriggja barna móðir

Svar:
Vegna áhrifa á barnið er eindregið ráðið frá því að nota Stemetil á síðustu þremur mánuðum meðgöngu. Hins vegar er það yfirleitt talið skaðlaust á fyrstu mánuðunum.
Postafen er hins vegar talið skaðlaust allan meðgöngutímann.
 

Finnbogi Rútur Hálfdanarson

lyfjafræðingur