Daginn.. Ég er með kvimleitt vandamál, í legöngunum koma kúlur ja sem ef maður ídír á þær færast þær til og eru frekar mjúkar stundum harðari, þetta er hrikalega óþægilegt. annað er líka sem fylgir þessu að gredduköst sem er helst að ég verði að fá fullnægingu á kl tíma fresti helst, þá lagast það í smá tíma. þá með sjálfsfróun, fæ ekki fullnægingu með manni mínum, nema fróun.
Hef farið í 4 aðgerðir til að opna og hreins kirtlana og loka en eftir 1-2 mán er alt komið aftur 1 uppí 3 alltaf þegar ég fæ þetta finnst mér ég þurfa að endalaut að vera kreppa legið saman til að minka óþægindin. Hvað get ég gert tilað þurfa ekki að trufla lækni minn endalaust með þessu, heldur að ég sé klikkuð. Um daginn voru 3 kúlur og ég var búin að vera frekar lengi og var að farast, gat ekki verið kyrr vegna óþæginda svo ég fór á wc og stótthreinsaði allt hjúts mikið, og skar sjálf í kúlurnar hef gert það 2 sinnum blæðir mikið og koma blóðkekkir, en eru opnir en kem ekki nálægt manni mínum í mán eftir þetta. sótthreinsaði verkfærið og legið og þar sem kúlurnar voru mjög vel, en ég veitað égá ekki að gera þetta, en get ekki verið að trufla læknin endalaust eins og heimalæknin sem heldur að ég sé galin, reyni frekar að pína mig eða finna lausnina sjálf, hef áður þurft að hjálpa mér sjálf vegna veikinda og bílslys, fékk litla eða enga hjálp eftir sjúkrahúið ja í 4 ár. nema hér heima. En hvað get ég gert til að losna við kúlurnar án þess að þurfa skera í þær. Vonast eftir svari, ein sem vill ekki vera trufla fólk eða lækna, ef maður kemur oft sér maður á þeim að þeir verða stirðir og eru alltaf að flíta sér eða pirringur í þeim..eins og þeir hugsi jæja nú byrjar þessi eina ferðina en..Takk fyrir vonast eftir svari og einhverju ráði útaf þessu. ég er nokkuð góð núna..bara þurkur. kv.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Þitt vandamál er greinilega flókið og ómögulegt að reyna að leysa það með samskiptum á netinu.
Þú nefnir ekki kvensjúkdómalækni en það er aðili sem væri líklega best til þess fallinn að aðstoða þig með að reyna að finna út hvað er að valda þessu og hvernig best sé að leysa þetta.
Það sem þú ert að gera sjálf er alls ekki til bóta og getur flokkast undir sjálfsskaðandi hegðun. Þú átt ekki að pína þig eða að forðast að fara til læknis þó svo að lausnin á vandanum finnist ekki. Það er hlutverk læknisins að halda áfram að leita að lausn í samráði við þig þangað til að þú færð bót eða amk skýringu.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur