Stingir í kvið á 17 viku?

Spurning:
Halló Halló 
Ég er nú í 17 viku og þetta er mitt 3 barn, ég er 34 ára, málið er að ég hef verið að finna fyrir undarlegum verkjum neðarlega í kviðnum eins konar stingi og svo finnst mér ég finna samdrætti og þykir mér það skrítið ekki komin lengra en þetta. Er þetta eitthvað sem ég þar að hafa áhyggjur af ?   Ég vinn á leikskóla.

Með fyrirfram þökk

Svar:
Yfirleitt finna konur ekki svona stingandi verki í leginu og leggöngunum fyrr en líður að lokum meðgöngu. Þó geta þeir komið þetta snemma í tengslum við t.a.m. þvagfærasýkingar eða grindarlos. Þú ættir að ræða þetta við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni því e.t.v. þyrfti að skoða þvagið eða leghálsinn til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir