Spurning:
24 ára – kona
Góðan dag.
Kærastinn minn greindist með illkynja blöðruæxli fyrir nokkrum mánuðum og hefur ekki getað stundað kynlíf síðan. Fyrstu einkenni um æxlið var að kyngetan minkaði hratt eða á 3-4 mánuðum. Hann fór að hafa mikla blóðmigu en þráaðist við að fara til læknis. En loksins tókst mér að hræða hann til læknis og hann fór í aðgerð sem tókst vel og hann er sloppinn í bili með það sem betur fer.
Núna eru fimm máuðir síðan aðgerðin var gerð og hann hefur ekket getað stundað kynlíf síðan. Þetta hefur kostað hann mjög mikla vanlíðan og uppgjöf. Honum finnst hann vera að bregðast mér og að hann geti aldrei gert neitt aftur. Ég er búin að lesa mig mikið til um þetta og ég veit alveg hvernig honum líður og ég þoli ekki að geta ekki hjálpað honum. Vandamálið er bara að það er ekki séns að hann eigi eftir að fara til læknis út af þessu og ég get ekki á nokkurn hátt sætt mig við að við eigum ekki eftir að stunda kynlíf aftur.
Mér langar að vita hvort hann væri að taka einhverja áhættu ef hann tæki Viagra. Hann hefur verið á blóðþrýstingslyfjum í nokkur ár (EKKI TIL BIRTINGAR:Daren, Trandate og Hýdramíl og er 72ára). Lyfin hans tilheyra ekki þeim flokki sem má ekki taka Viagra með. Í síðustu mælingu var þrýstingurinn 152/89 P79. Hann var mikið hærri fyrir nokkrum árum en hefur farið lækkandi á síðasta 1,5 ári. Hann á tvær töflur af Viagra en við viljum ekki taka neina áhættu. Ég er viss um að þetta sé að mestu sálrænt hjá honum og ég hef lesið að stundum þurfi bara eina pillu til að koma sér í gang aftur eftir aðgerðir að þessu tagi.
Með von um svör……
Svar:
Það er ekki óeðlilegt að karlmenn geti fengið tímabundna versnun á stinningu í kjölfar aðgerða á þvagfærum, en oftast gengur slíkt til baka að nýju. Hins vegar getur verið réttlætanlegt og ágætis ráð að nota rislyf eins og Viagra eða Cialis til að „koma þessu af stað aftur“. Oft vantar herslumuninn og lyfin bæta það sem á vantar. Það er engin aukin áhætta fyrir hann að nota rislyf og lyfin sem þú nefnir og hann notar, eru alls ekki þess eðlis að notkun risbætandi lyfja ætti að vera hættuleg eða varasöm.
Í von um bata,
Valur Þór Marteinsson