Stirðleiki

Spurning:
Ég á dóttir sem er 6 mánaða sem er frekar stirð, þegar hún sefur er hún alveg
afslöppuð og það er frekar erfitt að halda á henni þegar hún er svona stirð.
Ég gerði æfingar á henni þegar hún var yngri og þá var hún verri en það
lagaðist smá.
Ég hef talað við heimilislækninn út af þessu og hann sagði að
þetta ætti að lagast en mér finnst það ekki.Stundum beinast hægri hendin
ekki eins og sú vinstri(inn og út). Er eitthvað sem þú getur sagt mér hvað
er til ráða eða á ég að sækjast til bæklunarsérfræðings?

Svar:
Það er engan veginn hægt að segja nokkuð til um þetta nema skoða barnið
nákvæmlega og mér finnst alveg vera kominn tími til þess. Það er mikilvægt
að vera eins og þú ert, vakandi yfir eðlilegum hreyfiþroska barnsins og því
ráðlegg ég þér að leita aðstoðar hjá barnalækni sem hefur sérþekkingu á
sviði hreyfiþroska og eða heila og taugasjúkdóma.

Kveðja og gangi ykkur vel

Auður Ólafsdóttir
Sjúkraþjálfari
Sjúkraþjálfun Styrk