Stór legkaka?

22 ára – kona

Hæ er mikið búin að vera spá hvað þýðir það ef Legkakan er of stór?? hef aldrei heyrt um það, en vinkonan mín var að fá þær upplýsingar að legkakan hennar væri of stór (hún er skráð í enda júlí- byrjun ágúst) en hún fékk engar frekari upplýsingar
Svar:

Það eru ekki margar heimildir til um of stóra legköku og því erfitt að svara þessari spurningu.  Algengt er að ummál legköku sé um 20 cm, meðalþyngd um 400-500 gr og þykktin 2 -2,5 cm við fæðingu.  Það er hægt að mæla stærð legkökunnar í sónar og hafi vinkona þín áhyggjur vegna þessa er best fyrir hana að ræða það við ljósmóðurina sína eða fæðingarlækni.   Ef konan er
hraust og meðgangan gengur að öðru leiti eðlilega fyrir sig er sennilega ekki ástæða fyrir hana að hafa áhyggjur.

Með góðri kveðju,
Þórgunnur Hjaltadóttir, ljósmóðir