Stórir eyrnasneplar

Fyrirspurn:


Er hægt að minnka eyrnasnepla? Ég er með svo þykka eyrnasnepla og hef margoft spáð í hvort hægt sé að minnka þá að því leyti. Ég hef 7 sinnum reynt að fá mér göt í eyrun, vera svolítið dömuleg en það nær aldrei að gróa hjá mér og ég fæ sífellar sýkingar. Ég hef prófað allar týpur af lokkum, gull, silfur, stál, plast en allt kemur fyrir ekki. Ég held að sárin fái enga öndun til að gróa. Er þetta möguleiki og ef svo, með hvaða hætti?

Takk takk.

Aldur:
27

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég myndi í þínum sporum fara til lýtalæknis en það eru þeir sem myndu framkvæma slíka aðgerð ef til kæmi. Lýtalæknir ætti að geta svarað þínum spurningum og vangaveltum tengt slíkri aðgerð og hvort hún sé framkvæmanleg.
Hvort það sé skynsamlegt að setja göt í eyrun eina ferðina enn, skal ég láta ósagt, ég tel að þú ættir líka að ræða um það við lækni.

Bestu kveðjur,
Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is