Stroka úr hálsi

Það var tekin stroka úr hálsi hjá mér og sýnið sent í ræktun. Ég fékk símhringingu og var sagt að þetta væri streptókokka. Gæti þetta hafa verið annarskonar cocci bakterýa eða er skimað sérstaklega fyrir streptakokkum?

Góðan dag,

Ef niðurstaðan úr strokinu er Streptókokkar þá ertu með þá bakteríusýkingu.  Streptókokkar geta verið af mismunandi flokkum. Best er að heyra í þeim lækni sem sendi þig í hálsstrokið varðandi af hvaða flokki þeir Streptókokkar eru sem að þú ert með og eins hvort þú þurfir ekki að taka inn sýklalyf. Það er ekki sérstaklega skimað fyrir Streptókokkum nema beðið sé um það í beiðninni til sýklarannsóknar.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur