stungulyf í hné

Góðan dag,
Ég hef fengið sprutur í hnén Artzal minnig mig að það heiti, líklega gert úr hanakömbum og gæti aukið brjóskvöxt í hné. Þetta virðist ekki vera lengur til. Er ekki komið annað stungulyf með sömu eða svipaða virkni? Ég er ekki að tala um stera.
Kveðja,

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef þetta tiltekna lyf er ekki lengur til þá er án efa komið nýtt á markaðinn. Best er að fá svör hjá heimilislækni eða bæklunarlækni, eða þeim sem sprautaði þig síðast. Þeir vita um hvað ræðir.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.