Spurning:
Sæl Ágústa.
Ég hef eignast nýjustu spólurnar þínar og er að æfa eftir styrktarspólunni þrisvar í viku en geng rösklega og skokka eða syndi þrisvar í viku á móti. Það sem ég er að spá í er hve þung lóð á ég að fá mér? Ég á lóð sem eru bara 600gr. En ég verð trúlega að fara að þyngja hvað myndir þú ráðleggja mér að kaupa mér þung lóð? Ég ætla að kaupa tvær þyngdir. Ég er 38 ára gömul kona í nokkuð góðri æfingu og hef verið í átaki í vetur og hef losað mig við 16 kg. en á þó nokkuð eftir ca.5-10kg. Og þar að auki þarf að halda þessu.
Takk fyrir með von um svar fljótlega.
Svar:
Sæl.
Til hamingju með þinn góða árangur. Haltu endilega áfram á sömu braut.
Það er ágætt að eiga 3-4 sett af lóðum. T.d 0.5kg, 1kg, 2kg og 3kg. Best er að byrja með létt og smám saman auka þyngdina. Það er líka gott að skipta um þyngdir á milli æfinga. Sumir vöðvahópar eru sterkari en aðrir.
Góð þumalfingursregla er að vera með þá þyngd þar sem þú þarft að hafa mikið fyrir að lyfta síðustu endurtekningunum. Þá ertu að bæta styrk. Um leið og þú finnur lítið fyrir æfingunum er kominn tími til að þyngja.
Kveðja,
Ágústa Johnson