Smjatta í svefni

Sæl,

Ég smjatta í svefni. Getur það talist eðlilegt?

Bestu kveðjur,

Sofandi smjattpatti

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Fólk gerir ýmislegt í svefni án þess að það sé óeðlilegt eða merki eitthvað sérstakt svo lengi sem það truflar ekki hvíldina.

Ef þetta veldur áhyggjum eða truflar hvíld er um að gera að ræða við heimilislækni

Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur