Svefn og kippir

Fyrirspurn:

 

Góðan dag mig langar að forvitnast um manninn minn, þegar hann fer að sofa fær hann mjöööög mikla kippi og er með mikið af kippum allavega þegar hann er að sofna, hef ekki ath hvort það sé alla nóttina.

 

Getiði sagt mér af hverju þessir kippir koma ?

 

Aldur:32

 

 

Kyn:Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

 

Það er vel þekkt að menn séu að kippast til upphafi svefns og er þetta venjulega saklaust ástand en getur verið hvimleitt því kippirnir geta verið talsvert miklir. Venjulega hætta þeir nokkrum mínutum eftir að djúpum svefni er náð.

 

Talið er að vöðvakippirnir verði meiri þegar viðkomandi er mjög þreyttur eða undir miklu álagi – svo þegar hann nær að slaka á og sofna koma þessir kippir framm í vöðvunum.

 

Ég læt hér fylgja með lesningu þér til fróðleiks sem birtist á www.doktor.is  um ýmis svefnvandamál og þar er meðal annars komið inn á þessa kippi undir liðnum Sérstakar svefntruflanir (parasomnias).

 

Með bestu kveðjum,

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur