sæl er með svefnleysi og hef prófað margar tegundir af svefnlyfjum.
ég hef heyrt minnst á rotara sem svefnlyf en hvað heitir það öðru nafni?
svefnlyfin hafa dugað stutt hjá mér af hverju er það?
virðingarfyllst
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Það eru til svo margar tegundir af svefnlyfjum sem öll hafa misjafna verkun og verkunartíma. Í grunninn þarf að vita afhverju svefnleysis stafar til að hægt sé að vinna með að ástæðuna og svo kannski prufa lyf og oft þarf að prufa nokkrar tegundir til að finna lyf sem hentar. Hef ekki heyrt talað beint um lyfið sem er kallað rotari en dettur í hug að það gæti verið rohypnol, lyf sem notað er við svæfingu og fleira.
Læt fylgja með slóð á frekari upplýsingar um málið.
Gangi þér/ykkur vel.
https://doktor.is/fyrirspurn/svefnlyf
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.