Svefnlyf – Imuvane

Hvernig er best að hætta því að taka 1/2 Imovane? – gerði það um tíma vegna vírussýkingar. Mér láðist að spyrja heimilislækni nánar út í það. – Hef sleppt því að taka það inn – en það veldur því að ég vakna á nóttinni með óþægindi, sem ég tel vera aukaverkanir.

Góðan dag, takk fyrir fyrirspurnina.

 

Nú veit ég ekki í hve langan tíma þú hefur verið að taka Imovane en talað er um að hafa samband við lækni ef hætta á neyslu Imovane sem staðið hefur í viku eða meira. Það getur tekið nokkra daga að fá jafnvægi á svefninn eftir að töku líkur og eins getur fólk fundið fyrir öðrum fráhvarfseinkennum.

Imovane getur haft margar aukaverkanir í för með sér og aðeins mælt með inntöku í sem skemstan tíma í senn.

Gangi þér vel

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur