Hef notað svefnlyf í langan tíma. Upphafið eru krabbameinsmeðferðir með nokkurra ára millibili. Núna er langur tími liðinn frá þeirri seinni. Heilsan í þokkalegu lagi.
Stend frami fyrir því að svefnlyfið (Imovane) er hætt að virka eins og áður hef áhuga á að venja mig af því, hvað getur það tekið hugsanlega margar svefnlausar nætur?? Hvað tekur langan tíma að ná tökum á ávananum??
Ég er með alla umgjörð í lagi eins og almennar ráðleggingar mæla fyrir um.
Með kv NN
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Samkvæmt sérlyfjaskrá varðandi Imovane þá stendur þetta:
„Ef hætt er að nota Imovane:
Ef meðferð er hætt skyndilega geta ýmis einkenni eins og svefnerfiðleikar, kvíði, skjálfti, aukin svitamyndun, óróleiki, rugl, höfuðverkur, hjartsláttarónot, martraðir, ofskynjanir og skapstyggð komið fram. Hætta skal meðferð smám saman í samráði við lækninn.“
- Einnig stendur þetta:
„Ef þú hættir skyndilega notkun Imovane
Ef þú hættir skyndilega notkun Imovane getur þú fengið einkenni, meðal annars aukinn óróleika í svefni í nokkrar nætur, vöðvaverki, kvíða, skjálfta, svitnað, óróleika, rugl, höfuðverk, hjartsláttarónot, hraðan hjartslátt, óráð, martraðir, skapstyggð. Í alvarlegum tilfellum geta eftirfarandi einkenni komið fram: tilfinning um að tilveran sé óraunveruleg, tilfinning um að standa fyrir utan aðstæður (eins og að fylgjast með utan frá), næmi fyrir ljósi, hljóði og líkamlegri snertingu, dofi og fiðringur í hand- og fótleggjum, ofskynjanir. Örsjaldan geta komið fram krampar.“
Þú getur lesið þér betur til um lyfið HÉR
Nú mæli ég með að þú ræðir við þinn heimilislækni varðandi að trappa þig niður af Imovane til að forðast aukaverkanir og finna betur út úr því hvað þú getir gert til að bæta svefninn þinn.
Gangi þér vel,
Sigrún Sigurjóndóttir hjúkrunarfræðingur