Svefnvenjur barna

Spurning:

Sæl.

Mig langar til að spyrja varðandi svefnvenjur barna.

Ég á strák sem verður 3 ára í nóvember. Hann sefur 15-16 tíma á sólarhring, þ.e. 3-4 tíma eftir hádegi og 12 tíma yfir nóttina.
Er þetta of mikill svefn?

Hann er í leikskóla fyrir hádegi og þegar hann kemur heim er hann dauðþreyttur og vill bara fara að sofa, svo ég hef ekki viljað taka þetta af honum. Hann sefur þá í 3-4 tíma. Samt er hann orðin þreyttur aftur kl. hálfátta á kvöldin og sefur til hálfátta á morgnana.

Getur verið að það sé eitthvað að?

Takk fyrir.

Svar:

Sæl.

Það er nú svo að svefnþörf barna er misjöfn. Svefnþörf sonar þíns er e.t.v. í meira lagi fyrir þennan aldur, sérstaklega þessi langi daglúr og ef barnið er síþreytt gætu legið sjúklegar ástæður að baki, eins og t.d. lágt blóðgildi og járnskortur. Láttu heimilislækninn skoða hann, bara svona til að vera viss um að ekkert sé að. Svefnþörfin verður síðan minni eftir því sem drengurinn eldist.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir