Sveppasýking á meðgöngu

Spurning:

29 ára – kona

 Er ofrísk  og er mjög viðkvæm fyrr sveppasýkingum er ekki í lagi að nota stílana frá vivak.

Svar:

Sæl,

Jú það er allt í lagi að nota stílana frá vivac,  einnig getur verið gott að nota sápuna frá þeim á þessi viðkvæmu svæði.
Þú mátt líka nota pevaryl og canesten krem og stíla ef vivac er ekki nóg.
Einnig er gott að passa sig að vera ekki í alltof þröngum fötum (viðheldur raka á svæðinu) og að vera í bómullarnærbuxum. 
Mikil sykurneysla getur einnig ýtt undir sveppasýkingu (góð næring fyrir sveppina), líka gott að bæta acidophilus gerlum í fæðuna  – annað hvort kaupa hylki í búð eða fá það með AB- mjólk.

Kveðja,
Kristín