Sveppasýking á typpi

Góðan dag,er 21 árs og er með hvíta skán á kónginum og ég fæ sting þegar ég kem við kónginn en hann er mjög viðkvæmur . Er einnig með þrönga forhúð og var að spá hvernig væri best að snúa sér að þessu. Er nóg að fá sterakrem og bera bara á forhúðina til að víkka hana eða á að kaupa eitthvað krem og bera á kónginn. Vil helst ekki eitthvað læknavesen.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Varðandi hvíta skán vísa ég í áður birt svar HÉR við svipaðri fyrirspurn. Hvað varðar þrönga forhúð þarftu alltaf að heyra í lækni til þess að fá réttu kremi  ávísað.

Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því að ræða við heilsugæslulækni um þetta vandamál, til þess er hann/hún.

Gangi þér vel

GuðrúnGyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur