Sveppasýking eða blöðrubólga?

Fyrirspurn:

sæl,

Ég er með verk neðst í kviðnum og ljósa útferð. Ég er hvorki ólétt né að byrja á blæðingum, 1 og 1/2 vika síðan ég lauk blæðingum síðast. Getur þetta verið sveppasýking eða blöðrubólga (ég hef reyndar fengið blöðrubólgu áður og þetta lýsir sér ekki eins) reyndar hef ég líka fengið sveppasýkingu í tengslum við sýklalyf en þá var mikill kláði sem er ekki núna.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Einkennin sem þú lýsir geta verið einkenni um ýmislegt eins og þú nefnir sjálf.

 Ég ráðlegg þér að  panta tíma hjá kvensjúkdómalækni og fá góða skoðun.

Með bestu kveðju

Guðrún Gyða