Sveppasýking hjá stúlkubarni

Fyrirspurn:

Fyrirspurn:
Getur stúlkubarn fengið sveppasýkingu á kynfærin eftir noktun á sterkum sveppalyfjum. Þ.e udnir eðlilegum kringumstæðum.

Aldur:
6 ára

Kyn:
Kvenmaður

Svar: 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Ég geri ráð fyrir að þú eigir við sveppasýkingu á kynfærum eftir inntöku á sýklalyfjum og er það alþekkt vandamál. Sveppir eru hluti af eðlilegri flóru, þeir valda ekki sýkingu nema ójafnvægi verði í flórunni.
Til þess að koma sem bestu jafnvægi á flóruna er gott að þvo svæðið daglega, reynið helst að nota bara volgt vatn og sleppa sápunni eða a.m.k. mjög milda sápu. Ég myndi ráðleggja AB mjólk eða LGG.
Hafa ber þó í huga að útbrot á þessu svæði getur verið af öðrum toga en sveppa og því skynsamlegast að láta lækni meta og skoða barnið.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is