Sveppasýking undir lok meðgöngu?

Spurning:
Ég er komin 36 vikur á leið, er með útferð og veit reyndar að það er sveppasýking sem ekki hefur tekist að vinna á. Er óhætt að nota leggangastíl úr apóteki gegn þessu? Ef ekki, getur þetta skaðað barnið í fæðingu?

Svar:

Það á að vera óhætt að nota sveppalyfjastíla í leggöng þar til legvatn fer að renna eða útvíkkun hefst. Sveppasýkingin skaðar sjaldnast barnið en það getur fengið þrusku í munninn og hún getur borist á geirvörturnar og inn í brjóstið. Vertu því vakandi fyrir þrusku í munni barnsins og einkennum sveppasýkingar í brjóstunum (kláði í geirvörtum, bruna- og sviðatilfinning í brjóstunum) eftir fæðinguna.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir