Sveppir á kynfærum?

Spurning:
Hvernig veit ég hvort ég er með sveppi á kynfærum og ef svo er hvað er til ráða og hvað á að gera?

Svar:
Það er oft best að láta lækni skoða kynfærin til að meta það.
En einkenni sveppasýkingar eru roði, kláði og bólga á kóngnum.´Stundum myndast hvít skán á kóngnum.
Stundum gengur þetta sjálfkrafa yfir hjá körlum. Ef það er komin staðfest greining þá er ágætt að meðhöndla sýkinguna með sveppakremum sem þú færð án lyfseðils í apótekum.
 
Gangi þér vel