sviði í augum

mjög mikið í vindi

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Einkennin sem þú lýsir gætu verið merki um augnþurrk. Augun þurfa raka og þola afar illa vind, þess vegna getur verið gott að hafa hlífðargleraugu ef þú þarft að vera mikið úti í vindi.

Augndropar við augnþurrki fást án lyfseðils í ýmsum útgáfum og svo er alltaf mikilvægt að drekka nægilegt magn af vatni daglega svo að kroppurinn geti betur stýrt rakanum í slímhúðunum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur