sviði í tám

ég er að stríða við sviða í tám. kemur seinnipart dags eða undir kvöld þegar ég hef verið að vinna úitivið og orðin þreittur.
þetta er ekki á hverjum degi en er hvimleitt og getur verið mjög óþægilegt.
Ég finn fyrir þreytu í iljum og sviða í tánum á vinstra fæti ég er ekki alveg viss en ég man ekki eftir að ég fái þetta í hægri fótinn.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er hugsanlegt að þú sért með sveppasýkingu í húð á tánum á vinstra fæti.

Sviði er einmitt eitt einkenni sveppasýkingar.

Ég hvet þig til að panta tíma hjá þínum heimilislækni, til að fá úr því skorið hvort þetta sé fótsveppur eða ekki. Og ef svo er gefið þér viðeigandi áburð.

Hérna er fróðleg grein um sveppasýkingu á fótum – einkenni og hvað er til ráða:

https://attavitinn.is/heilsa/sveppasyking-a-fotum-fotasveppur/

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur