Sviði við þvag og sáðlát

Hvað gæti verið mögulega að ef ég finn fyrir sviða við bæði þvaglát og sáðlát? Þá meina ég sem sagt þegar ég pissa og einnig þegar ég t.d stunda sjálfsfróun? Þetta hefur verið svona í bráðum ár. Ég hef í 2 gang fengið ávísað sýklalyfi og það liðu ca 5 – 6 mánuðir á milli ávísana. Einnig hefur verið tekin þvagprufa en ekkert fannst sem gæti útskýrt þetta. Eftir sitt hvorn sýklalyfja kúrinn þá fannst mér eins og allt væri orðið eðlilegt en svo virðist þetta koma hægt fram aftur. Og núna í þessum töluðu (Skrifuðu) orðum þá hefur þetta verið nær stöðugt í ca 3 mánuði. En þó er þetta mis vont eftir dögum, þ.e ég finn stundum meiri sviða við þvag eða sáðlát en minna aðra daga.

Kv.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Ef búið er að leita eftir þessum venjulegu skýringum, þvagfærasýkingum og  kynsjúkdómum og einkennin eru áfram skaltu endilega hafa aftur samband við lækni

Gangi þér vel

Guðrún  Gyða Hauksdóttir. hjúkrunarfræðingur