svimi

er með svima alla daga

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið margar orsakir tengd svima og spila persónubundnir þættir þar inn í. Algengar ástæður svima eru mígreni, ýmis lyf, vandamál tengd innra eyra og áfengi. Aðrar ástæður geta verið blóðþrýstingsfall, hjartavandamál, kvíðaraskanir, ennis og kinnholubólga, blóðleysi, lágur blóðsykur, eynabólga, ofþornun, sólstingur, miklar og þungar æfingar og fleira.

Til að komast að því hvað sé að valda þessum svima hjá þér ráðlegg ég þér að panta tíma hjá heimilislækni sem fyrst.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur