Svimi

Ég er 86 ára,er alltaf með svima finn ekki fyrir þessu þegar ég sit eða ligg útaf,en þegar ég stend upp þá kemur svimi og ég er að detta fram fyrir mig?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

 

Þetta hljómar eins og þú sért að fá blóðþrýstingsfall sem lýsir sér svona einmitt eins og þegar þú stendur upp, færð svima og dettur.

Ég mæli með að láta lækni kíkja á þig.

 

Gangi þér vel,

 

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.