Svimi

Ég er 78 ára karl og fæ oft svimaköst sérstaklega þegar ég þarf að bogra,beygja mig niður eftir einhverju,er stundum lengi að jafna mig 2-3 tíma. Hver getur verið orsökin

Sæll og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Líklegast er að þetta sé svokallað blóðþrýstingsfall.  Það getur gerst til dæmis þegar maður í liggjandi eða sitjandi stöðu stendur skyndilega á fætur. Við það getur blóðþrýstingur fallið það mikið að nægt blóð kemst ekki til heilans og það líður yfir viðkomandi eða hann fær svima.

Ég myndi ráðleggja þér að panta tíma og fara yfir málin með þínum heimilislækni.

Gangi þér vel,

Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur