Svimi

Svimi af hverju getur hann stafað

Takk fyrir fyrirspurnina

Ástæður svima geta verið mjög fjölbreyttar. Algengar ástæður geta verið vegna mígrenis, ýmissa lyfja, áfengisneyslu eða vandamála tengd innra eyra þar sem jafnvæginu er stjórnað. Stundum liggur orsökin í undirliggjandi heilsufarsvandamáli, svo sem vegna lágs blóðþrýstings, sýkingar eða meiðsla.

Erfitt getur verið að greina slíkt vandamál gegnum netið svo ég ráðlegg þér að heyra í lækni til að greina orsök svimans.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir

hjúkrunarfræðingur