Undanfarið hef ég fundið fyrir svima þegar ég er að lyfta, þ.e. ólympískar lyftingar. Mér sortnar fyrir augum aðeins og finn fyrir svima í nokkrar sekúndur eftir að ég tek lyftuna. Ég er með leiðinda slög fyrir hjarta, missi úr slag og við tekur þá annað þungt. Læknir sagði að ég ætti engar áhyggjur að hafa af þessari óreglu, fullt af fólki væri með svona. Getur þetta tvennt eitthvað tengst og þarf ég að reyna að tala við lækni um þetta. Ég er 43 ára kona og í góðu líkamlegu formi.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Það hljómar eins og þessi svimi sé tilkominn útaf áreynslunni. Mikilvægt er að þú hugir vel af vökvainntekt. Hér getur þú lesið góða grein um svima. Ég myndi ráðleggja þér að heyra í öðrum lækni varðandi hjartsláttaróregluna og jafnvel fara og láta taka hjá þér hjartalínurit.
Gangi þér vel,
Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur