Svínaflensa og meðganga

Fyrirspurn:

Svínaflensa og þungun.

Ef maður er þungaður og veikist af svínaflensu, getur það haft áhrif á fóstrið ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Svarið er  nei ekki sérstaklega nema ef veikindi móður verða alvarleg og  sýkingar sem gætu fylgt í kjölfarið gera hag móður og þar með barnsins verri.

Kveðja

Teitur Guðmundsson, læknir