Sviði eftir samfarir, hvað er til ráða?

Spurning:
Ég á við smá vandamál að stríða! Eftir samfarir þá finn ég fyrir alveg svakalega miklum sviða í leggöngunum og sköpin verða þrútin og eldrauð að innan verðunni. Óþægindin geta tekið marga daga og upp í viku að jafna sig. Mig grunar helst að þetta gæti verið sveppasýking en ég fékk klamydiu fyrir ári síðan og er frekar smeik um að það geti verið eitthvað svoleiðis! Ég fór á svaka sýklalyfjameðferð við henni þannig hún ætti að vera horfin. Getur klamydíusýking blossað upp aftur? Ef svo er myndi ég eiga að vera að finna fyrir henni?

Gæti þetta kannski haft eitthvað með pillunni að gera? Þetta er allavega alveg rosalega sárt og það væri frábært að fá svör og einhver góð heillaráð við þessu 🙂

Svar:
sveppir geta gert þér lífið leitt og algengt er að eftir smit og sýklalyfjagjöf riðlist öll flóran í leggöngum og getur tekið tíma að koma því í lag aftur. Þar spilar mest inn í heilbrigt mataræði og mkinna svokallað "sjopu fæði". Þú getur keypt í handkaupi sveppalyf í apótekik bæði stíla og krem (Pevaryl, Canesten ofl). En ef þessi ráð duga ekki er best að þúlátir lækni líta á þetta og fáir viðeigandi ráð.

Bestu kveðjur
Arnar Hauksson dr med.